trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 08/10/2014

Ræða á aðalfundi Neytendasamtakanna

Guðni ÁgústssonHerðubreið hefur borist óbirt fundargerð af nýafstöðnum aðalfundi Neytendasamtakanna. Gestur fundarins var Guðni Ágústsson sem þangað var kominn til að bæta ímynd íslenskra landbúnaðarvara.

 

Oní mjólkurglösin meig

svo menn þar setti hljóða.

Næst í ræðustólinn steig

og streittist við að bjóða:

 

Við elskum kjöt og ost og smér,

við elskum fagurt landið.

Eins og kýrin óspillt er

og íslenskt úr mér hlandið.

 

Það er hollt og náð Guðs næst

sem næring fyrir ykkur.

Óspilltari ekki fæst

né íslenskari drykkur.

 

Drekkið nú og dreypið á

Drottins eigin safa.

Annað betra er ekki að fá

né íslenskara að hafa.

 

Skefjalaust við einnig, sko,

sköffum kjöthlassfatið.

Tökum allir áfram svo

ykkur í ……

 

(Fundarritari vill síður láta nafns síns getið.)

Flokkun : Ljóðið
1,883