trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 18/04/2014

Passíusálmur nr. 51

Á Valhúsahæðinni

er verið að krossfesta mann.

Og fólkið kaupir sér far

með strætisvagninum

til þess að horfa á hann.

 

Það er sólskin og hiti,

og sjórinn er sléttur og blár.

 

Þetta er laglegur maður

með mikið enni

og mógult hár.

 

Og stúlka með sægræn augu

segir við mig:

 

Skyldi manninum ekki leiðast

að láta krossfesta sig?

 

Steinn Steinarr

Flokkun : Ljóðið
1,501