trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 19/02/2015

Opnum augun

 

Um áraraðir hafa útgerðarmenn getað fengið lán með veði í því sem þeir ætla kannski að veiða, fiskveiðiheimildum. Þær fá þeir fyrir smáaura. Sumar nota þeir, aðrar selja þeir fyrir stórfé. Við, Íslendingar allir, eigum fiskimiðin saman. Þau eru í umsjá ríkisstjórnar. Hún gefur út veiðiheimildir.

Fáninn

Nýtt frumvarp um stjórnun fiskveiða er strandað á skeri græðginnar. Framsóknarflokkurinn vill hafa orðið „leigusamningur“ í frumvarpinu og leigja útgerðarmönnum auðlindina hverju sinni í rúmlega tuttugu ár gegn vægu gjaldi. Þegar átta ár eru liðin af samningstímanum getur ríkið sagt honum upp en hann á samt að gilda áfram þar til rúmlega tuttugu ár eru liðin frá leigutökunni. Sjálfstæðisflokkurinn vill láta útgerðina hafa veiðiheimildir til fullrar ráðstöfunar. Endanlega. Í framkvæmd er sáralítill munur á þessum tveimur hugmyndum.

Verði önnur hvor þeirra að lögum mun verðmæti útgerðarfyrirtækja vaxa gríðarlega. Fljótlega eftir það fara gírugustu útgerðarmennirnir að selja. Hverjum sem hafa vill; herra John Goldwater, herra Abdul Ali Karub, herra Hans Grüntwasser; hverjum sem er tilbúinn að borga. Litli Jón, sem langar að spreyta sig á útgerð, á ekki séns. Og. Það samfélag sem við höfum þekkt hér á landi mun líða undir lok.

Það verður að koma í veg fyrir að þessar hugmyndir nái fram að ganga. Þær eru báðar jafn vondar. Bera dauðann í sér. Það hefur margoft verið bent á leiðina til þess að svona fari ekki. Hún er sú að ríkið úthluti árlega veiðiheimildum gegn gjaldi sem nægir til þess að halda íslensku velferðarsamfélag gangandi og efla það. Sú aðferð hefur það hins vegar í för með sér að bankarnir þurfa að afla sé annarra og veða fyrir lánunum sem þeir hafa veitt útgerðinni. En það er þeirra vandi. Ekki ríkisins. Ekki almennings.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,490