trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 25/09/2015

Opinberun

Forsætisráðherra lýsti því yfir í stefnuræðu sinni við þingsetningu að aldrei hafi verið lagt jafn mikið fé til heilbrigðismála eins og í nýja fjárlagafrumvarpinu. Skellibjöllurnar, formaður og varaformaður fjárlaganefndar hafa sagt það sama. Heilbrigðisráðherra hermdi eftir þeim, hálfsofandi. Nú hefur læknaráð Landspítalans lesið sig í gegn um frumvarpið og komist að því að fullyrðingar stjórnvalda um aukin framlög til spítalans standist ekki ef tillit ert tekið til vísitölubreytinga og vaxandi eftirspurnar eftir þjónustu á spítalanum. Þá fullyrðir læknaráðið að hlutur spítalans í fjárlagafrumvarpinu dugi ekki til að halda í horfinu miðað við verðlags- og launaþróun og vanrækslu síðustu ára.

DSC06715

Læknaráð áslyktar að það þurfi að endurreisa þá grunnstoð íslensks heilbrigðiskerfis sem Landsspítalinn er. „Það verður ekki gert nema með verulega auknu fjármagni til reksturs spítalans og fyrir nýjum framkvæmdum. Nú er komið að skuldadögum. Ekki er nægilegt að halda í horfinu heldur þarf verulega innspýtingu af fjármagni til að snúa við óheillaþróun undanfarinna ára.“ Ráðið leggur áherslu á að batnandi staða ríkissjóðs nýtist til uppbyggingar á Landspítala eins og þjóðin hefur einhuga lýst vilja til.

Heilbrigðisráðherra sefur á langlegudeildinni ónýtra stjórnmálamanna. Það veit enginn hvað hann vill. Þegar hann rumskar segist hann óska, vona og halda eitt og annað. Nú hefur Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kvatt sér hljóðs og vill einkavæða heilbrigðisþjónustuna. Það er gott að fá fram vilja hennar; hún er að tala fyrir hönd sofandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem eru þessu andvígir geta því tekið slaginn; einkavæðingarfólkið hefur stigið fram.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,676