trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 22/05/2016

Ofvæni

Það er spenna í lofti, eftirvænting. Það er von. Og margir um hana: Það gæti verið hægt að hreinsa til á samfélagstindunum fyrir árslok.

Það á að kjósa forseta og nýtt þing. Það sem vekur vonina er að í báðum kosningum mun kjósendum standa til boða að velja á milli fortíðar og framtíðar.

Fífill

Í hópi forsetaframbjóðenda eru talsmenn frjálshyggju, skaparar Bólunnar, orsakavaldar Hrunsins; fulltrúar hins ónýta. Þar eru og kandídatar með þekkingu, menntun og hugsjónir. Menn og konur með hreinar hendur af sóðaskap liðinna áratuga; nútímafólk með framtíðarhugsjónir.

Og nú (22.05.´16) hefur prinsinn af Tortólu, brottrekinn forsætisráðherra lýst því yfir að hann sé kominn aftur og ætli að leiða Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Og það er svo sem ágætt. Þeir geta þá fylgt sér um hann hinir aflendingarnir í ríkisstjórninni og aðrir læðupokar sem rækta með sér gleymsku og óvit um gjörðir sínar.

Það verður kosið tvisvar í ár. Í báðum kosningum gefst færi á að losna við óværu og kjósa til starfa hugsjónafólk framtíðarinnar. Fari svo verður auðveldara að gera upp soratíðina svo læra megi af henni. Og horfa fram á við.

Það er vor í lofti. Ofvæni.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,391