Ó, þú jörð
Ó, þú jörð, sem er
yndi þúsunda,
blessuð jörð sem ber
blómstafi grunda,
sárt er að þú sekkur undir mér.
Hef eg mig frá þér hér
og hníg til þín aftur,
mold sem mannsins er
magngjafi skaptur;
sárt er að þú sekkur undir mér.
Jónas Hallgrímsson (1807-1845)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020