Nútími I
ó mamma gefðu mér rós
í hárið á mér
tveir miðaldra alkóhólistar
eru skotnir í mér
báðir eru fráskildir
annar á börn
sá les bækur
en hinn er skemmtilegri
báðir á facebook
stundum tala ég við þá báða
í einu á kvöldin
er orðin ansi verseruð í netdaðri
verð pirruð og slekk
þegar þeir drekka of mikið
ó mamma
ekkert í uppeldi mínu
bjó mig undir
viðreynslur á netinu
Ingunn Snædal (Þráhyggjusögur, Bjartur 2011)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020