Nikulás
Nikulás (sérnafn) = nafnið er upprunalega grískt, Nikolaos, samsett úr nike ´sigur´ og laos ´lýður´ og merkir því eiginlega „sigurvegari þjóðanna“. Næstfrægasti Nikulás sögunnar var Nikulás 2. Rússlandskeisari, sem bolsévikkar tóku af lífi 17. júlí 1918. Sá allra frægasti er heilagur Nikulás, sem í tímans rás varð alþjóðlegur jólasveinn.
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020