trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 20/11/2014

Mitt var starfið

Picture 3Eftir Theodoru Thoroddsen

Mitt var starfið hér í heim

heita og kalda daga

að skeina krakka og kemba þeim

og keppast við að staga.

 

Eg þráði að leika lausu við

sem lamb um græna haga,

en þeim eru ekki gefin grið,

sem götin eiga að staga.

 

Langaði mig að lesa blóm

um langa og bjarta daga,

en þörfin kvað með þrumuróm:

„Þér er nær að staga.“

 

Heimurinn átti harðan dóm

að hengja á mína snaga,

hvað eg væri kostatóm

og kjörin til að staga.

 

Komi hel með kutann sinn

og korti mína daga,

eg held það verði hlutur minn

í helvíti að staga.

 

Theodora Thoroddsen (1863-1954)

Flokkun : Ljóðið
1,303