Mig dreymdi í nótt
Mig dreymdi í nótt
að vikið hefði
vetrarins þunga kvöð
við húsvegginn stæðu
heiðgulir fíflar
hundrað í beinni röð
og vordísin sjálf
hún væri að skrifa
hin skærgrænu ljóð
á skógarins ungu blöð
Sigrún Haraldsdóttir
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020