trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 24/02/2015

Magnafsláttur

 

Árið 1969 taldi ég ekki fram til skatts nokkra þúsundkalla sem ég hafði unnið mér inn árið 1968 hjá sveitarfélagi vegna þess að ég fékk þá ekki greidda fyrr en 1969. Skattstjórinn komst í málið. Ég fór og hitti hann og sagði honum hvernig í pottinn væri búið. „Þetta eru tekjur síðasta árs og þú átt að borga skatt af þeim hvenær sem þú færð þær,“ sagði hann. „Heldurðu virkilega að ég hafi ætlað að svíkja undan skatti greiðslu frá opinberum aðila,“ spurði ég. „Þú gerðir það,“ svaraði hann. Svo fékk ég sekt og aukaálag og var orðinn opinber skattsvikari.

Tíkall

Nú eru stóru karlarnir búnir að svíkja miljarða tugi undan skatti. Fé sem safnar vöxum í Paradís. Eftir dúk og disk virðist skattastjóri eiga að fá lista yfir hverjir þetta eru. Það hefur tekið svo langan tíma að fá leyfi til þess að kaupa hann að sjálfsagt eru þjófarnir búnir að flytja féð í aðra Paradís og eyða gögnum. Það fylgir leyfinu, með kveðju frá fjármálaráðherra, að skattstjóri eigi að fara mildum höndum um þá sem í næst. Hann á að veita þeim afslátt af refsingu fyrir þjófnaðinn ef þeir viðurkenna brotið. Og helst ekki að nefna þá á nafn. Þeir gætu orðið fyrir einelti, greyin. Og engin umræða hefur enn hafist um hvað eigi að gera við ráðgjafana. Þá sem hjálpuðu til við þjófnaðinn. Bankamennina.

En hann er fámennur, skattstjórinn, og fær ekki að ráða fólk til þess að rýna í gögnin. Þegar hann fær þau. Ef hann fær þau. Og hann er blankur. Ríkisstjórn skattaþjófanna skar niður fjárframlög til embættis hans. Kannski verður því ekkert úr þessu. Nema magnafsláttur. Og það gæti verið löglegt vegna þess að stærstur hluti laga landsins er saminn af sendisveinum braskara. Fyrir þá.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,978