trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 14/10/2015

Loddarar

Á dögunum datt ég inn í samtal á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Það var við fyrrverandi formann Bændasamtakanna sem nú situr á alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var að segja frá því að Hótel Saga, sem er í eigu samtakanna, hafi verið öflugt fyrirtæki fyrir Hrun, en þá hafi komið bakvindur í rekstrarseglin. Hótelið hafði fengið lán hjá Búnaðarbankanum áður en hann var seldur framsóknarmönnum fyrir slikk. Honum var síðan breytt í Arion. Þar var lánið í Hruninu. Samtökin vildu fullgreiða lánið og buðu Hótel Ísland upp í skuldina en það höfðu þau eignast í Bólunni. Samningaviðræður tóku margar mánuði. Bændasamtökin töldu Hótel Ísland mun meira virði en reiknimeistarar bankans vildu vera láta. Þófinu lauk þó með því að bankinn fékk hótelið fyrir það verð sem hann ákvað. Fáum vikum síðar seldi hann svo hótelið og hagnaðist um þúsund miljónir. Þetta má líka orða þannig að bankinn hafi haft miljarð af Bændasamtökunum.

Arion banki

Þessi ótrúlega frásögn fékk trúverðugan blæ þegar Arion banki gaf vinum sínum nokkur hundruð miljónir í Símabréfum. Yfirmaður í bankanum hefur látið hafa eftir sér að það hefði ekki verið hægt að vita um það fyrir fram hversu verðmæt bréfin voru. Nú hefur það hins vegar komið í ljós að reiknimeistarar Arion banka vissu mætavel hvers virði bréfin í Símanum voru. Ótilgreindur lífeyrissjóður vildi kaupa þau á genginu 3,45 í maí, eða rúmum þremur mánuðum áður en Arion banki ákvað að selja forstjóra Símans og vinum hans þau á genginu 2,5. Tilboð sjóðsins reyndist því vera 38% hærra en vildarvinirnir fengu hlutina á.

Af þessu má vera full ljóst að stjórnendur Arion banka og reiknimeistarar eru ekki bara falsspámenn; þeir eru líka loddarar. Og sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki eigi að taka leyfi til bankareksturs af Arion og banna lykilstarfsönnum hans að koma nærri bankaviðskiptum það sem þeir eiga eftir af starfsævi sinni.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,360