trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 17/04/2014

Ljósa vor [Hin svokölluðu skáld]

Ég ætla að lifa fyrir heiminn, ljósa vor

og lífsins birtu taka fegins hendi.

Hvar sem að á öldum lífs ég lendi

er ljúft að treysta á sólarbirtu og þor.

 

Og angan jarðar eilíflega njóta

svo enga föl á nokkrum kvisti greini,

en dvelja fjarri hryggð og heimsins meini

og hamingjuna mun aldrei framar þrjóta.

 

Þið dýru morgnar dreifið geislaflóði,

svo dimman hverfur burt úr mæddu hjarta

og drunginn víkur og dagurinn mun skarta

en draumar heimsins birtast mér í ljóði.

 

Í lit og tónum lifir veröld öll

og lífið sefar harm og neyðarköll.

Flokkun : Ljóðið
1,392