Línuvörðurinn
Línuvörðurinn var alveg rosalega stressaður af því að fylgjast með og til að vinna bug á stressinu fór hann að hugsa og hugsaði um hvort hann væri rangstæður núna eða hvort hann væri kannski rangstæður núna eða hvort hann væri þá kannski hugsanlega rangstæður núna og hóf flaggið á loft til að sýna að hann væri að fylgjast með hugsuninni, nú eða þá stressinu, en rangstaðan sást ekki einusinni í endursýningu, og var að öðru leyti ekki til nema sem hugarástand.
Elísabet Jökulsdóttir (Fótboltasögur, 2001)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020