Ritstjóri Herðubreiðar 29/05/2016

Lestur

Einsömul er þessi borgSigmundur Ernir
í allri mergðinni

ég les stöku andlit
á gömlu vertshúsi;

augun, húðin,
lögun hökunnar,
allt saman eru það
auðlesnar sögur

og eins er með látbragð
handanna, kippi varanna,
liti tannanna

tíminn hefur skrifað sig
í hverja línu

fyllt úr eyðublaðið
sem æskan var.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, Allt þetta hugsafn af árum sem kvað vera ævi (Veröld, 2016)

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Ljóðið
0,844