Lestur
Einsömul er þessi borg
í allri mergðinni
ég les stöku andlit
á gömlu vertshúsi;
augun, húðin,
lögun hökunnar,
allt saman eru það
auðlesnar sögur
og eins er með látbragð
handanna, kippi varanna,
liti tannanna
tíminn hefur skrifað sig
í hverja línu
fyllt úr eyðublaðið
sem æskan var.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Allt þetta hugsafn af árum sem kvað vera ævi (Veröld, 2016)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020