trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 24/01/2016

Kvöldvísa

Hnígur hlýskjöldur,Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
heimsljósið bjarta,
seint á vesturvegu,
hinstum lýstur
himingeisla
yfir frjóvga fold.

Döggvuð rís
fyrir dásemd þinni
rós af blómgum beð,
ljúf eru þau litaskipti
hógvært heims um kvöld.

Sit ég einn
í ægisheimi
yfir löndin lít,
sofna taka nú
sorgir mínar
í eyglóar örmum.

Benedikt Gröndal (1826-1907)

Flokkun : Ljóðið
1,468