trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 28/08/2014

Kvíðasöngur undir haust

Eftir Anton Helga JónssonAnton Helgi Jónsson

Ég kann svo margt en veit þó varla neitt
með vissu um það hvernig málin þróast
en held ég viti örugglega eitt:
Mín óvissa er kvik og síst að róast.

Það streymir glóðheit ólga inní mér
þar eru núna kvikuhlaupin tíðust
og angist mín er fræg í heimi hér
en heyrir blessuð af því allra síðust.

Ég kvíði því sem óvænt getur gerst
það getur hent að skorpan af mér reytist
en óttast meira hitt sem virðist verst
að virknin deyi út og ekkert breytist.

Mig skelfir jörð sem skelfur undir haust
samt skelfir oftar lífið tilgangslaust.

Anton Helgi Jónsson

(Ljóðið er frumbirt í Herðubreið.)

Flokkun : Ljóðið
1,376