trusted online casino malaysia
Sparkhéðinn 23/01/2016

Klefinn hér og þar

Þetta er búið. Galinn er búinLouis van Gaaln.

Í fótboltanum er til klisja: Hann er búinn að tapa klefanum. Þá er stemmningin í búningsklefanum þannig að enginn hefur lengur ánægju af því að spila með liðinu.

Þjálfaranum hefur mistekist að koma mannskapnum í gang, virkja leikgleðina, hópeflið og kraftinn. Hann er búinn að tapa klefanum.

Klisja er ekki klisja fyrir tilviljun. Í henni er alltaf sannleikur.

Alex gamli var ekki alltaf með besta liðið í deildinni. En hann átti klefann. Strákarnir báru virðingu fyrir honum. Þeir elskuðu að spila fyrir hann. Þessvegna vann hann allt sem hægt var að vinna.

Þannig eru frábærir þjálfarar.

Moyes var miðlungs þjálfari og átti engan í klefanum nema Fellaini.

Benitez var mjög góður þjálfari og var með best skipaða lið í heimi í Real Madrid. En hann tapaði klefanum.

Lars er mjög góður þjálfari. Heimir verður sífellt betri. Og þeir eiga klefann.

Galinn var frábær þjálfari, með Bayern og hollenska landsliðinu. Hann er miðlungs þjálfari núna og er búinn að tapa klefanum. Þessvegna er þetta búið.

En þá dettur mér alltíeinu í hug: Ætli þetta lögmál gildi víðar en í fótbolta?

 

Flokkun : Pistlar
1,271