Kasakstan
Kasakstan (sérheiti) = fyrri hluti orðsins er úr forntyrknesku, sá síðari úr persnesku.
Kasak í forntyrknesku merkti ‘sjálfstæður´ eða ´frjáls andi, fríþenkjandi’. Stan er þekkt úr mörgum landanöfnum, svo sem Afganistan, Pakistan og Úsbekistan. Það er úr hinni indó-evrópsku persnesku (farsi) og er af sama stofni og orðið ´staður´ – og merkir það líka.
Kasakstan merkir því ´land hinna sjálfstæðu´ eða ´land hinna frjálsu anda´.
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020