Ritstjóri Herðubreiðar 24/01/2016

Kári

Kári (sérnafn) = hrokkinhærður eða þrjóskur maður. Kári Stefánsson

Nafnið er að öllum líkindum dregið af fornnorræna lýsingarorðinu kárr, sem notað var um hár í merkingunni ´hrokkið´. Kárr merkti einnig ´þrjóskur´ eða ´tregur til einhvers´ þegar það var notað um einstakling.

Kári sem persónugerving vindsins er seinni tíma uppfinning og hugsanlega tengd nafninu sem Rómverjar gáfu norðvestanvindinum, Caurus.

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Orðið
2,014