Kalífi
Kalífi (kk.) = arabíska orðið ´khalifa´ sem merkir staðgengill, arftaki eða næstráðandi. Í Kóraninum er talað um Adam sem kalífa (fulltrúa) guðs á jörðinni. Kalífi er einkum veraldlegur valdsmaður en hann hefur einnig trúarlega stöðu þar sem hann þiggur vald sitt frá Allah. Fyrsti kalífinn var Abu Bakr, tengdafaðir Múhameðs spámanns.
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020