Ritstjóri Herðubreiðar 17/11/2016

Jólaævintýri Dickens á tveimur tungum í senn. Frakki þýðir sígildan texta af ensku á íslensku

Jean-Rémi Chareyre kennari og Herðubreiðarpenni hefur þýtt smásöguna A Christmas Carol (Jólaævintýri) eftir Charles Dickens yfir á íslensku og hyggst bjóða upp á ´tvítyngda´ útgáfu af verkinu. Slík útgáfa felst í því, að á vinstri blaðsíðum bókarinnar er textinn á frummálinu (ensku) en á hægri blaðsíðum hefur sami texti verið þýddur á íslensku. jolaaevintyri-scrooge

Til þess að fjármagna prentun á bókinni hefur Jean-Rémi hafið söfnun á vefsíðunni karolinafund.com. Söfnunin er jafnframt eins konar forsala á hagstæðu verði, þar sem lesendur geta tryggt sér eintak af bókinni á 2.600 kr.

Jean-Rémi er franskur, en hefur vakið athygli fyrir betra vald á skrifaðri íslensku en margur innfæddur.

Þetta er forvitnilegt verkefni sem Herðubreið hvetur lesendur til að kynna sér. Það má gera með því að smella hér.

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Menning
0,740