Ritstjóri Herðubreiðar 15/06/2015

Íslenskur aðall, taka 2: Útgerðarmenn fá meiri afslátt af makrílkvóta en eldri borgararar í sundlaugunum

Verði makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika verða eigendum 25 skipa afhent 95 prósent makrílkvótans. Ekki á markaðsverði, heldur gjafverði.Makríll

Þetta er niðurstaða Kristins H. Gunnarssonar í pistli í gær.

Kristinn minnir á, að þegar makríll fór að finnast hér við land í umtalsverðu magni hafi einungis eigendur uppsjávarveiðiskipa haft möguleika á að veiða hann. Vegna óvissu um framhaldið hafi aðrir ekki getað fjárfest og komist þannig inn í veiðarnar.

Útgerðarfyrirtækin, sem nú standi til að afhenda kvótann, hafi því „valið sig sjálf.“ Hreinn hagnaður af veiðununum sé um 7,5 milljarðar á ári, en gjald fyrir kvótann þannig, að „þessi ríka stétt manna fær meiri afslátt frá markaðsverði en fátækir og tekjulausir aldraðir fá í sundlaugar landsins.“

Kristinn bætir við:

„Það er aðeins til ein eðlileg lausn á úthlutun makrílkvóta. Kvótinn verður markaðsvara um leið og kvótasetning hefur verið lögfest. Bjóðendur munu verðleggja kvótann og það verð verður greitt. Eina skynsamlega löggjöfin er að bjóða veiðiréttindin út á markaði. Það tryggir ríkinu rétt verð á hverjum tíma og knýr fram samkeppni milli útgerðarmanna. Samkeppnin ræður því hverjir standa sig sem útgerðarmenn. Þetta er leiðin sem farin er í öðrum atvinnugreinum. Boðnar eru út framkvæmdir í vegagerð, mötuneytisrekstur og skúringar fyrir opinbera aðila svo dæmi séu nefnd. Útgerðarmönnum er engin vorkunn að búa við samkeppni.“

Sjá pistil Kristins hér.

Avatar
Latest posts by Ritstjóri Herðubreiðar (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,093