trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 27/08/2014

Í fjarlægum skógi

 

Eftir HulduHulda

Í fjarlægum fögrum skógi

ég friðsælt rjóður veit;

þar skálfa geislar í grasi,

þar ganga hindir á beit.

 

Á bak við blávötn og akra

rís borgin, með þys og ljós,

en skóggyðjan felur í faðmi

friðarins hvítu rós.

 

Þar líður tíminn og líður, —

sem laufelskur, mildur blær.

Og yfir nöfnunum okkar

á eikinni börkur grær.

 

Hulda (1881-1946)

Flokkun : Ljóðið
1,397