trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 15/04/2014

Í Árnapytti [Hin svokölluðu skáld]

Eftir Bjarka Karlsson

Ofan í holunni ef til vill bíður mín stæði

arfinn að varðveita, rannsaka og skrásetja fræði,

hálfvegis þegjandi, hálfvegis ómar þó kliður

heyri ég þungann í sveðjum að skera þau niður.

 

Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa

horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa,

horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa,

heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa.

 

Kvæði mig fýsir að lesa og ljóðsandann hvessa,

leirspýjur Hjarranda finn þar í drulluvessa,

stuðlanna þrískiptu grein lít ég bögglast í brotum,

baknöguð þjóðmenning komin að niðurlotum.

 

Lónir í melsári pyttur úr ginnungagapi

gras dafnar hvergi, þjóðin er rekin með tapi,

sé ég hér Konungs- og Flateytjarbækurnar fljóta

fúna og gleymast – svo sægreifar arðs megi njóta.

 

Bókfellið velkist og þránar og þorrinn er kraftur,

þeir ætla að moka í holuna jarðvegi aftur,

„legsteinninn springur og letur hans máist í vindum,

losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum.“

 

Flokkun : Ljóðið
1,377