trusted online casino malaysia
Margrét Tryggvadóttir 04/04/2014

Hversu súrt?

Í morgun las ég ágætisgrein eftir Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra um loftslagsvána. Þar segir hann meðal annars:

Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda.

Og þótt þetta sé ógnvænleg staða er samt ágæt tilfinning að byrja daginn loksins á að sjá að einhver ráðherra virðist átta sig á alvarleika málsins. Á leiðinni heim úr vinnunni heyrði ég svo vitnað í forsætisráðherra í útvarpinu. Hann hafði víst verið í viðtali í öðrum útvarpsþætti í gær en þá var ég blessunarlega (fyrir geðheilsuna) að hlusta á eitthvað annað. Þar sagði hann og er væntanlega að vísa í þessa frétt:

Svo er búið að finna einhvern til að tala um súrnun sjávar, að það væri allt hræðilegt í framtíðinni á Íslandi út af súrnun sjávar og ég hefði ekki getið um það. Það eina sem er að súrna verulega, þó vissulega sé súrnun sjávar áhyggjuefni, það er pólitíska umræðan á Íslandi. Þetta er auðvitað orðin tóm vitleysa, eins og þetta er gott dæmi um.

Hversu súrt er þetta orðið? Og getur hið pólitíska ástand súrnað enn frekar? Og hvað gerum við þá?

Flokkun : Pistlar
1,490