Hvers vegna eru ungir ráðherrar svona skapstyggir? Kona spyr sig
Forsætisráðherrann verður alltaf svo pirraður ef orði er vikið að honum að kannski veigra menn sér bara við því að tala við hann. Það má líka vera gott trikk hjá honum til að komast hjá pólitískri umræðu, eins konar loftvarnarbyrgi.
Þannig skrifar Valgerður Bjarnadóttir í grein í Herðubreið, þar sem hún fer yfir stöðu og stefnu ríkisstjórnarinnar eftir hálft annað ár við völd.
Valgerður skrifar meðal annars:
„Til er fólk sem vill ekki trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkurinn sem hann er. Frá því fólki heyrir kona stundum að formanni flokksins, fjármálaráðherranum, geti nú ekki liðið vel í þessu stjórnarsamstarfi. Ég skil ekki svona tal. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfsæðisflokksins og annar af tveim forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Varla væri hann það ef stefnan þóknaðist honum ekki.“
Grein Valgerðar er hér.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021