trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 24/06/2014

Hvað gerðir þú fyrir Hrunið?

Eftir Benedikt JóhannessonBenedikt Jóh.

Að undanförnu hafa fjölmiðlar haft áhuga á skoðunum mínum á Hruninu. Mér finnst oft mest að marka hvaða skoðun maður hafði fyrir Hrun því eftirá sáu allir hvert stefndi. Rannsóknaskýrsla Alþingis fjallaði um þátt fjölmiðla og talaði þar um Vísbendingu. Eyþór Ívar Jónsson var ritstjóri til 2006 og sá ýmis hættumerki. Ég tók við í ársbyrjun það ár, en skrifaði alltaf pistla í blaðið.

Greinaskrif fyrir hrun. Hvað segir skýrslan umVísbendingu?

Eitt af því sem skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis fjallaði um var umfjöllun fjölmiðla. Þar má til dæmis bera niður á bls. 165 í viðauka 5:

„Margir gerðu sér fulla grein fyrir því að góðærið svokallaða væri reist á ótraustum grunni og að það kynni að enda með skelli. Þetta má meðal annars sjá í umfjöllum ritstjóraVísbendingar, Eyþórs Ívars Jónssonar, í maí 2005, um aðalfund Samtaka atvinnulífsins í sama mánuði sem bar yfirskriftina ,,Áfram í úrvalsdeild.

Á fundinum var meðal annars rætt um árangur íslenskra fyrirtækja í útrás, en það var á þessum fundi sem Halldór Ásgrímsson boðaði þá framtíðarsýn að Ísland yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð. Halldór sagði árangur atvinnulífsins hafa verið ævintýralegan og talaði um að Íslendingar væru að upplifa ,,mesta uppgangstíma sem við höfum lifað í sögu íslensks þjóðfélags. Eyþór Ívar tók undir að viðskiptalíf landsins hefði gengið í gegn um stökkbreytingar og að árangurinn virtist góður, en benti þó á að það væri of snemmt að spá fyrir um hversu góðar erlendar fjárfestingar Íslendinga myndu reynast.

Talsverðar hamfarir

Hagvöxtur áranna á undan væri fyrst og fremst til kominn vegna stóriðjuframkvæmda og aukins peningamagns í umferð. Fjárfestingar og fjárinnstreymi tengt stóriðju hefði valdið gengishækkun og alvarleg hætta væri á að góðærið endaði með ,,talsverðum hamförum:

,,Sú áhætta er þó enn fyrir hendi, ef fjárfestingarnar gefa ekki af sér þann hagnað sem til var ætlast að þessa tímabils verði ekki minnst sem ,,mesta uppgangstíma sem við hófum höfum lifað í sögu íslensks þjóðfélags, eins og forsætisráðherra kallaði það, heldur sem mestu fjárglæfra Íslandssögunnar.

Nokkrum mánuðum síðar, í júlí 2005, varaði Eyþór við því íVísbendingu að ákveðið ,,mikilmennskubrjálæði virtist einkenna útrásina og varaði við því að margir þeirra víkinga sem staðið hefðu í stefni útrásarinnar hefðu spennt bogann verulega hátt.

,,Smæðin, fjarlægðin og aðgengi að fjármagni hefur staðið í vegi fyrir miklum fjárfestingum Íslendinga erlendis en minnimáttarkenndin hefur breyst í mikilmennskubrjálaði á skömmum tíma og opnað hefur verið fyrir flóðgáttir fjármagns sem hefur gert Íslendingum kleift að gera það sem þeim hugnast.

Þrjár bólur

Ritstjóri Vísbendingar velti því fyrir sér í júní 2005 hvort íslensk stjórnvöld gerðu sér ljóst hvað væri að gerast. Hann benti á að þrjár bólur væru í hagkerfinu; gengi krónunnar væri óeðlilega hátt vegna innstreymis fjármagns, sem stóð bæði í sambandi við stóriðjuframkvæmdir og alþjóðlega lánsfjárbólu auk þess sem bólur hefðu myndast bæði á hlutabréfa og fasteignamarkaði. Allar þessar bólur myndu hjaðna og hætta væri á að þær gerðu það bæði skyndilega og allar í einu. Hagstjórnin og hágengisstefnan hefðu kynt undir bólumyndun og að stóriðjuframkvæmdir kynnu hæglega gera vandann verri. Eyþór Ívar benti á að það væru margir sameiginlegir drættir í efnahagsþróun á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem hagstjórnin virtist öðru fremur hafa einkennst af því að stjórnvöld væru að kynda undir eignabólu. Bandaríkin væru þó að komast að endimörkum þessarar bóluhagstjórnar og afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar:

,,Eigi Bandaríkjamenn í erfiðleikum með að stýra hagkerfi sínu eftir bóluhagfræðinni er hætt við að Íslendingar geti upplifað hagstjórnarvanda sem þeir hafa ekki þekkt fyrr í sögu lýðveldisins þegar bólumar þrjár fara að springa hver af annarri. Fjármálaráðherra hefur fundið lausn sem er fólgin í því að auka fjárfestingu í stóriðju sem getur þannig kynt frekar undir bólumyndun eða tafið fyrir hjöðnun bólna. Það kann að vera eina lausnin í spilunum því að það versta sem gæti gerst væri að allar bólurnar spryngju í einu. Aukin stóriðja gæti tafið fall krónunnar á meðan fasteignamarkaðurinn róast þannig að hægt væri að eiga við eina bólu í einu frekar en allar samtímis. Vandamálið er hins vegar að fjármálaráðherra gæti hugsanlega verið að auka á vandann með þessum aðgerðum, gert bólurnar stærri og illviðráðanlegri en ella.

Á þessum árum birti Vísbending fjölmargar greinar sem vöruðu við ástandi efnahagsmála og bentu á að skýr merki væru um bólu á eignamörkuðum. Því fer þannig fjarri að allir hafi hrifist með og að enginn hafi séð að útrásin og verðhækkanir á hlutabréfamarkaði væru reistar á ótraustum grunni og að skuldsetning íslenskra fyrirtækja kynni að vera áhyggjuefni.Vísbending er hins vegar ekki sérlega víðlesið blað og þó að ritstjórnargreinar Morgunblaðsins og Reykjavíkurbréf hafi stundum lýst áhyggjum af þróun mála voru þau blöð sem fjölluðu um viðskipti og mest voru lesin, viðskiptablaðMorgunblaðsins og Markaðurinná Fréttablaðinu, mun ógagnrýnni í afstöðu sinni til þróunarinnar. Í ljósi þess að Fréttablaðið var borið ókeypis inn á flest öll heimili má ætla að máttur þess til skoðanamótunar hafi verið umtalsvert meiri en Vísbendingar.“

Þetta var enginn vandi

Hér endar bein tilvitnun í skýrsluna. Ekki var hins vegar vitnað í eftirfarandi grein Ef ég væri ríkur frá 8. október 2004:

„Það vekur athygli margra hve auðvelt það virðist vera fyrir suma að eignast stóran hlut í fyrirtækjum, hlut sem er langt umfram það sem venjulegt fólk myndi telja eðlilegt. Allt á þetta sínar skýringar. Bankar keppast nú við að stækka með þeim hætti að lána sem allra mest. Það er eðlilegt ef þeir telja útlánin örugg og arðbær. En hvernig getur maður eignast mjög stóran hlut með litlu fé?

Jú, það er í sjálfu sér ekki mjög flókið. Byrjum í útlöndum með 10 milljarða króna sem við eigum sjálf. (Ekki spyrja hvernig við höfum náð í þá). Útlendir bankar lána oft jafnmikla peninga og menn eiga þannig að á örskots- stundu erum við komin með 20 milljarða. Næsta skref er að fara til Íslands með peningana. Íslenskir bankar eru kaldari en útlenskir þannig að út á þessa 20 milljarða getum við fengið 40 til 50 milljarða lán. Með 70 milljarða í vasanum er ekki ólíklegt að allmargir hlutabréfa- eigendur verði broshýrir þegar við nálgumst. Við kaupum hlut í verðbréfa- sjóði, helst fleiri en einum. Fyrir þessa peninga ættum við að geta náð ráðandi hlut með 25% eign. Skyndilega erum við orðin ráðandi í sjóðum sem eru með markaðsvirði milli 250 og 300 milljarða. Allt út á 10 milljarða í upphafi (sem er reyndar ennþá allt sem við eigum).

Gott væri að auka eftirspurn í sjóðunum okkar og láta þá eiga hvorn í hinum. Með því hækkar verðið í þeim báðum, segjum um 15% af því að við erum ekki gráðug. Þá eru 10 milljarðarnir okkar skyndilega orðnir 20. Við fáum meira lánstraust og getum haldið áfram að kaupa. Að vísu er íslenski markaðurinn svo lítill að við ráðum nú þegar orðið um 30% af honum.

Næst leitum við fyrir okkur erlendis. En þar er erfiðara að fóta sig og ekki víst að við getum látið hlutabréfin hækka í kross eins og hér heima, þannig að það er miklu leiðinlegri markaður. Við gætum jafnvel farið að tapa aftur, misst fótanna og tapað öllum peningunum okkar og meira til. Krónan gæti fallið á sama tíma og hlutabréfaverðið og við sætum uppi með skuldirnar.

Eða þessa (Allt handstýrt) frá 31. ágúst 2007:

„Höfundur þessa dálks hitti fyrir nokkrum dögum einn mesta sérfræðing um markaði hér á landi og hann var ekki í neinum vafa um hvað væri að gerast: Þetta er allt saman handstýrt. Með öðrum orðum þá er það ekki venjulegt framboð og eftirspurn sem ræður verði hlutabréfa heldur halda menn því uppi með því að vera með falska eftirspurn. Í flestum hlutafélögum hérlendis, ef ekki öllum, er framboð flesta daga ekki meira en svo að þeir sem hagsmuna eiga að gæta geta fjármagnað kaupin. Það er ekki nema þegar örvænting grípur um sig á markaðinum að fjármagnið þrýtur og menn verða að lækka verð. Hagsmunir kaupendanna af því að verið sé hátt eru augljósir.

Nær öll kaup eru mikið skuldsett og hlutabréfin sjálf eru sett að veði. Ef verð á þeim lækkar rýrnar veðið og bankinn grípur til ráðstafana. Send eru út hraðbréf í ábyrgðarpósti um að menn verið að setja meiri tryggingar fyrir lánum en áður. Þeir sem ekki vilja lenda í slíku hafa því mikla hagsmuni af því að verðið sé hátt. Menn kaupa ekki bréfin sjálfir í eigin nafni heldur láta ótengda sjóði sem þeir hafa áhrif á sjá um kaupin. Þetta þarf ekki að vera slæmt því að oft hefur sýnt sig að þegar stór hluti í félögum er seldur hefur verðið verið þetta „markaðsverð.“ Hættan er sú verðið verði slitið úr öllum tengslum við raunveruleikann og menn komist í þrot með fjármagn. Þá er voðinn vís.“

Það kemur býsna margt fram í Vísbendingu.

Benedikt Jóhannesson, 23. júní 2014

1,490