Hugsið ykkur
Eftir Þórarin Eldjárn
Hugsið ykkur alla þessa menn
með umboð og leyfi til að deyða
sem ófögnuð fagnaðarerinda
út þannig breiða.
Alforeldrar góðir af öllum vörumerkjum
með áhangendur í hempum, kuflum og serkjum,
þið sem umboðið eruð sagðir veita,
á ykkur vil ég heita.
Ég bið um skuldaskil
ef þið skylduð vera til:
Takið þið frá þeim trúna.
Tafarlaust. Núna.
Þórarinn Eldjárn (Tautar og raular, 2014)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021