trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 31/05/2014

Hjálpum þeim

Eftir Magnús Þór JónssonMegas

Hjálpum þeim – hjálpum þeim

hjálpum þeim að drullast aftur heim

hvar eftirlýstir trúlega eru þeir

– og ekki orð um það meir

 

Á allt til alls – allt til alls

emja í skiptum fyrir róg og fals

og heimsins peysu og úlpu lummulið

það leggur eyrun við

 

Flökkupakk – flækingslið

fyrir alla muni drífið þið

ykkur beint til eigin heimalands

– eða andskotans

 

Því ófrægja sín góðu ættlönd

og eta á gaddinn út

þá sem eiga fullt í fangi

með að fylla eigin mallakút?

 

Bonní mín og kæri Klæd

kannski voruði ekki nógu bræt

að setja kúrsinn beint til Svíþjóðar

á sósíalinn þar

 

Hví á sínu fjandans flandri

flækjast þeir til mín

heimta samúð koss og kröfur

engar kunna að gera til sín?

 

Sakkó og Vansettí

vit þeir höfðu kannski ekki á því

að mjálma um ofsóknir – spillt yfirvöld

og afstæð réttarhöld

 

Hjálpum þeim – hjálpum þeim

hjálpum þeim að fokka sér bara heim

þar sem ætt sína og óðul þó

þeir eiga og sitt Gvantanamó

 

Megas (áður óbirt, kom út í lagasafninu Megas raular lögin sín, 2012)

Flokkun : Ljóðið
1,637