Hekla I
Hekla framanverð er meyprinsessa
spengileg, grimm, á köflum banvæn.
Þessa hlið þekkir það
dauðlegt fólk sem skröltir á hringvegi.
Önnur Hekla blasir við görpum
sem hætta sér inn á hálendistómið:
Óþekkjanleg stútungskerling
breið og brussuleg aftanfyrir.
Verðlaun ofurhugans, segja hringvegsmenn.
Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir (Bjartur, 1999)
- Möskvar minninganna (XXII): Hann Róbert minn - 15/04/2021
- Örlítil greining á ummælum formanns stjórnmálaflokks - 04/04/2021
- Offramboð á ónothæfum röksemdum - 14/03/2021