Hampiðjan: Forstjórinn fær eina og hálfa milljón evra fyrir að hætta störfum
Fráfarandi forstjóri Hampiðjunnar, Jón Guðmann Pétursson, fær um 1,5 milljónir evra við starfslok sín í vor samkvæmt samningi sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Það jafngildir um 240 milljónum íslenskra króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands sem greint er frá í Kjarnanum.
Í tilkynningunni segir að þetta sé kostnaður Hampiðjunnar vegna starfslokanna og uppgjörs á bónusgreiðslu, vegna hækkunar á gengi hlutabréfa í félaginu.
Hampiðjan framleiðir einkum veiðarfæri, reipi og aðra skylda vöru.
Viðskiptablaðið sagði frá því fyrir skömmu að Jón Guðmann hefði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.