trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 03/01/2017

Grínarar

Á þriðja degi nýs árs höfum við Íslendingar þegar eignast tvo nýja grínara. Það er ekki lítið og lofar góðu um gleðilegt nýtt ár.

Sá fyrri, Ein­ar Svein­björns­son, veður­fræðing­ur, steig fram á nýjársdag með þessi orð á vörum: „Það hvíl­ir á okk­ur auðvitað sú skylda, okk­ar fá­mennu stétt veður­fræðinga á Íslandi, að reyna að upp­lýsa og halda upp­lýs­ing­um að fólki.“old-man

Svo kom upplýsta heilræðið: Vöruframleiðsla í Kína er knúinn af kolum sem menga heiminn og auka gróðurhúsaáhrif. Leggjum okkar að mörkum, Íslendingar, og hættum að kaupa vörur frá Kína!

 

Segjum nú að þjóðir heims færu að tilmælum veðurfræðingsins. Sannlega mundi þá draga úr mengun. En hvað mundi gerast í Kína? Hvað yrði um miljarð manna sem þar býr ef vörur hlæðust þar upp og enginn keypti þær? Hvað yrði um síma veðurfræðingsins, tölvuhlutina hans, lundapysjurnar sem við seljum útlendingum í tugþúsundatali og fl. o.fl. Og hvaða ráð mundu stjórnendur Kína grípa, til þess að bjarga sér og sínu fólki? Þeir gætu ekki á einni nóttu hætt að kinda með kolum og tekið í notkun rafmagn frá vatnsvirkjunum til húshitunar og verksmiðjureksturs. Það er óhugsandi. Hins vegar gætu þeir, á einni nóttu, set efnahagskerfi heimsins á hliðina með því að heimta sitt fé heim frá iðnríkjum og þróunarlöndum veraldar. Og hvar stæðum við þá, herra veðurspámaður, við og heimurinn?

Í dag 3. janúar, steig svo fram á sviðbrúnina Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar sem heitir nú Nasdaq Iceland af því að forsvarsmenn hennar telja að henni beri að vera á alheimsmarkaðnum. Páll „telur æskilegt að bein fjárfesting almennings aukist á íslenskum hlutabréfamarkaði“ svo vitnað sé í mbl.is.. „Það er hollt fyrir efnahagslífið að almenningur sé beinn þátttakandi,“ er haft orðrétt eftir honum.

Það er holt, segir grínarinn. Þetta gerði „almenningur“ í Bólunni. Hann afhenti fyrirtækjum lausafé sitt. Og var það holt? „Almenningur“ fékk ekki vexti af því fé; fékk ekki hlutafé sitt endurgreitt þegar fyrirtækin féllu saman í Hruninu; hann tapaði sparifé sínu. Margir öllu og urðu öreigar eftir hin „hollu“ hlutabréfakaup.

En. Eitt er þó ljóst. Og skýrt. Og hollt. Og nánast óborganlegt: Það að hafa aðgang að góðum grínurum.

 

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,293