trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 09/01/2017

Gott er að sjá þig granni minn

Mikið er gott að sjá þig granni minn,
gæskuna hefurðu bróðir – það ég finn.
Einstaklings-einverukenndin af mér skín – einsemdin er fín.Egill Ólafsson

Finnum við brátt í framvindunni ráð
um félag við menn og þá heildina – ef vel er gáð?
Á ég hér heima án þess mér finnist það – segi og skrifa´ á blað.

Firring er tískunnar tík,
treður hún faraldsslóð.
Ofurlíf engum til góðs,
afskræmir hugarfylgsn.
Dofnar þá draumsýn manns
um dáð – að skýra skörðótt líf.

Flýðu nú rök um ráðleysi og gauf,
reikna þér græna skóga og gullin lauf.
Þekktirðu veruleika’ og vanda hans – vanmátt sérhvers manns.

Gerir þér náttstað náðarsólin skær,
nálægð þú merkir við alheim sem tifar, slær.
Hjartað það fagnar; felur nú engin sár – falla gleðitár.

Egill Ólafsson (ort á nýársdag 2017)

Flokkun : Ljóðið
1,768