trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 03/06/2014

Góður gestur á Bakka

Eftir Þórarin EldjárnÞórarinn Eldjárn

Veðrið er fínt, það er fallegt á Bakka
og fasisminn ríður í hlað.
Velgreiddur maður í vönduðum jakka,
í vasanum morgunblað.

Hann stígur af baki og bræðurnir kyssann,
svo bjóða þeir gestinum inn.
Hann þakkar og sprettir af hnakknum, og hryssan
hristir sig vökur og stinn.

Kaffitár lepja þeir kolsvart úr bollum,
kökulús bryðja þeir með.
Talinu er vikið að reiðdýrum, rollum;
þeir ræða um að fátt hafi skeð.

Gesturinn situr uns sígur að húmið
á silkiskóm, varlega, hljótt.
Hann flettir sig spjörum og sprettur í rúmið
og spyr: – Má ég vera í nótt?

Þórarinn Eldjárn (Kvæði, 1974)

Flokkun : Ljóðið
1,438