trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 11/03/2016

Gamli útrásarvíkingurinn

dagar Böðvar Guðmundsson
þegar brynjaðar hugmyndir
hleyptu frísandi fákum
áfram
áfram

þegar gullfjaðraðir drekar
flugu upp af hverri niðurstöðu

barðist einn við átta
endurskoðendur
og ellefu tvisvar

leitaði upp til Lundar
fór vestur um ver

tæmdi allkaldra
ekkna sjóði
á Englandi

fól í keldu féð
finnst aldrei

nætur
þegar gargandi illfygli
flugstola af öfund
sátu á rúmgaflinum

morgunn
þegar sólin kom ekki upp

svart svartnætti í svartholinu

og Egilssaga eini vinurinn

blautur er bergisfótarbor

gömul hlandlykt af konungsvörnum

Böðvar Guðmundsson (birt í Tímariti Máls og menningar, mars 2016)

Flokkun : Ljóðið
1,251