Gamlársdagur
Hvítalogn breiðist
yfir bæinn
Stilla
sem enginn
sá fyrir
Grásprengdur
hreytir himinn
úr sér snjó
grípur flugeld
á lofti
og drepur í
Eftir stendur:
Mánabátur
og stök stjarna
í boði
blávetrarins
(Ljóðið færði Gerður Kristný Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á sextugsafmæli þeirrar síðarnefndu á gamlársdag árið 2014.)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020