Fuglalíf
Rjúpan fer í fötin senn,
fína hvíta dressið.
Bráðum koma byssumenn,
byrjar jólastressið.
Ahyggjurnar yfir hana dembast,
eitilharður saurinn.
Vissulega vill hún fara að rembast,
en vantar alveg staurinn.
Þórarinn Eldjárn, Fuglaþrugl og naflaskrafl (2014)
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020