trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 10/06/2015

Framsóknarflokkurinn tafði skynsamlega lausn í haftamálum í að minnsta kosti ár

Andstaða Framsóknarflokksins tafði þá lausn í haftamálum í heilt ár að lágmarki, sem nú hefur orðið að niðurstöðu. Þetta fullyrðir Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar – tímarits um efnahagsmál.Benedikt Jóh.

Benedikt sagði í þættinum Ritstjórarnir á Hringbraut í gærkvöldi, að öndvert við það sem framsóknarmenn héldu fram, þá hafi „Framsóknarflokkurinn einmitt tafið þetta ferli innan núverandi ríkisstjórnar. Þeir hafa ekki óttast neitt jafnmikið og að þurfa að taka ákvörðun. […]

Ég held að í fjármálaráðuneytinu hafi menn verið búnir að komast mjög nærri lausn sem var svipuð þessari fyrir að minnsta kosti ári, og það hefur bara tekið þá þennan tíma að tala félaga sína til.“

Benedikt áréttaði einnig nauðsyn þess að fénu, sem slitabúin leggja til ríkissjóðs, verði ráðstafað með ábyrgum hætti, þ.e. til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fénu mætti alls ekki veita út í hagkerfið:

„Maður getur ímyndað sér framsóknarmann með 680 milljarða [til ráðstöfunar]. Það einhvern veginn hljómar ekki vel,“ sagði Benedikt.

Hægt er að horfa á Ritstjórana á Hringbraut hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,470