trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 04/01/2015

Forskot

 

Ríkisútvarpið skýrði frá því í hádegisfréttum að IKEA hafi lækkað vörur um 5 % í sumar í tilefni að niðurfellingu innflutningstolla og breytinga á virðisaukakerfinu áður en nokkuð var ákveðið með það. Þeir sögðust hafa vitað hvað til stæði.

Hirðirinn

Þetta er athyglisvert. Og vakti upp í mér minningu sem ég læt frá mér af tilefninu.

Það var á blaðamannsárum mínum að ég var staddur á efri hæðum banka í Reykjavík. Þetta var á föstudegi. Fyrir algjöra tilviljun heyrði ég talað um nauðsyn þess að fella gengið. Það hafði hvergi verið til umræðu úti í samfélaginu. Þar sem þetta var eitthvað sem ég heyrði óljóst og án samhengis fannst mér að ég hefði enga forsendu til þess að skrifa um það. Og gerði ég það ekki, jafnvel þó að ég væri enn staddur á efri hæðunum þegar stórmenni bankakerfis og stjórnsýslu gengu af fundi.

Vegna þess að ég hafði lengi haft grun um að „sumir“ fengju að vita af gengisfellingum áður en þær skyllu á, hringdi ég í góðkunningja minn, Rolf Johannsen heildsala og talaði utan af þessu við hann eftir lokun bankanna, til þess að grennslast fyrir um það hvort hann vissi af þessu. Þegar honum var farið að leiðast tiplið í mér og óræðni orðanna sagði hann: „Ef þú ert að reyna að segja mér að gengið verði fellt á mánudagsmorgun þá er langt síðan ég vissi það og hef þegar gert allar ráðstafanir sem þarf.“ Svo bauð hann mér upp á einn gráan.

Þannig var þetta. Og þannig er þetta enn. Fréttir af efnahagsráðstöfunum eins og niðurfelling tolla, gengisfellingum, innflutningshömlum og öðru í þeim dúr hafa jafnan borist til vina valdsins sem hafa fjárhagslegan hag af því að vita af því áður en til kastanna kemur svo að þeir geti varið sig, borgað erlendar skuldir, byrgt sig upp af því sem kemur sér vel eða losað um það sem gæti skaðað þá. Fréttir til allra annarra en almennings. Sem tekur skellinn. Við borgum brúsann. Alltaf.

 

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,234