Einungis fyrir þá sem vilja lesa sér til gagns
„Hefurðu misst síma í klósettið? Svona er best að hreinsa hann.
Þú hefur kannski heyrt að það sé hægt að ná rakanum úr símanum þínum, ef hann hefur lent í miklu vatnsbaði eins og til dæmis klósetti eða vaski, með því að nota hrísgrjón. Sumir hafa því kannski sett símann í hrísgrjónapoka í margar klukkustundir og beðið fyrir örlögum hans en það er að sögn til mun betri leið til að bjarga símum sem hafa lent í mikilli bleytu.
Á vefsíðunni sciencefocus.com kemur fram að það sé gott að nota alkóhól til að bjarga símum sem hafa lent í of mikilli bleytu. Þetta þýðir þó ekki að það eigi að skvetta vodka yfir símann til að reyna að blása nýju lífi í hann. Það þarf að ná sér í 99% hreint alkóhól, taka rafhlöðuna úr símanum og baða hann gætilega upp úr alkóhólinu.
Á sciencefocus.com kemur fram að hrísgrjón dragi raka í sig úr símanum en vatnið sem komst í hann gæti þegar verið búið að eyðileggja rafleiðslur og annan búnað í honum, auk þess sé hætt við að hrísgrjón festist í litlum holum í símanum.
99% hreint alkóhól er mjög eldfimt og getur valdið skaða á miðtaugakerfinu ef því er andað að sér eða kemst oft í snertingu við húð. Það þarf því að fara mjög varlega og nota hanska þegar það er meðhöndlað. En auðvitað vonum við að þú munir aldrei missa símann þinn í vatn.“
Pressan, 30. júní 2015
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020