Eggert
Eggert (sérnafn) = hin íslenska mynd, líklega komin úr lágþýsku, af mannsnafninu Eckehard, sem er til í mörgum útgáfum í ýmsum norður-evrópskum tungum.
Nafnið er samsett úr ecke ´horn, oddur, egg´ og harti, herti ´harður´.
Fyrstur Íslendinga til að bera nafnið var líklega Eggert Hannesson lögmaður á 16. öld, en faðir hans var af norskum ættum.
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020