trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 17/05/2014

Ég þakka (XXVI)

Eftir Sigurð Ingólfsson

Ég þakka

fyrir þig

sem ert mér vinur

 

og þekkir mig

oft betur

en ég sjálfur

 

því án þín

verð ég

allur

meyr

og linur

 

og ekki nema

í besta falli hálfur.

Sigurður Ingólfsson (Ég þakka – fimmtíuogtvær þakkarbænir, 2014)

Flokkun : Ljóðið
1,550