trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 06/07/2016

Ég finn það gegnum doðann

Ég finn það gegnum doðann
að einhver læðist inn
á einkabankann sinn
og veit að það er kallinn
með Caymanreikninginn.
Sem út með aurinn fer
því arður honum ber
þótt eldar brenni hér,
laumast út úr landinu
og læsir á eftir sér.Aðalsteinn Svanur Sigfússon

Ég veit að hann á eignir
þótt engum gagnist neitt,
ávallt brosir breitt,
í handsnyrtingu daglega
með hárið perfekt greitt.
Hann á sinn einkasjóð
en yrkir varla ljóð
(altént ekki góð).
Sumir blása öskunni
yfir sína þjóð.

Ég veit að þetta er maður
sem vantar aldrei brauð,
í vegleg partí bauð,
að laun hann uppsker ríkuleg
og líður aldrei nauð.
En alltaf er það sá
sem auðlegð tókst að ná
sem minnsta mildi á.
Flestir njóta auranna
sem fela kunna þá.

Aðalsteinn Svanur Sigfússon

Flokkun : Ljóðið
1,658