Dvergar
Þennan stutta kafla sem hér fer á eftir gróf ég rétt í þssu upp úr óprentuðu handriti frá 2014 og birti hann hér í tilefni af þeirri umræðu sem fram fer um örlög fósturs með dáns-heilkenni.
„Oft og lengi hef ég ætlað mér að skrifa um ævi, störf og afdrif dverga. Ég hafði bara ekki uppburði í mér til þess að segja þeim frá þessu á meðan þeir voru á stjákli um bæinn, og ekki döngun í mér til þess að spyrjast fyrir um þá eftir að þeim fór að fækka. Nú virðast þeir með öllu horfnir. Ég sé þeim að minnsta kosti ekki bregða fyrir lengur. Ég held að það sé að verða áratugur síðan þá bar síðast fyrir mín augu. Svo var það á svölum sólskinsdegi um miðjan ágúst 2014 að ég sá fremur hávaxna dyrgju. Hún var erlend. Ferðamaður með melónuhöfuð, stutta handleggi, háar rasskinnar, út- og afturstæðar. Ég brann í skinninu að ávarpa hana en fékk ekki færi á því. Að minnsta kosti taldi ég mér trú um það.
Vegna þess hversu sjaldséðir þeir eru orðnir flaug mér í hug hvort dvergafóstur væru deydd í móðurkviði þegar grillir í þau á sónarmyndunum óléttunnar. Þegar mér tókst ekki að trúa þessu sótti að mér sá þanki … “
Þegar ég skrifaði þetta þótti mér hugmyndin of fjarstæðukennd og í henni of mikil grimmd, til þess að hún yrði að veruleika. En …
- Sálumessa - 02/07/2020
- Umhverfisvændi - 21/04/2020
- Er brennivínið besti kostur? - 26/03/2020