trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 12/06/2015

Dónarnir

Það er undarlegt að hugsa til lánleysis ríkisstjórnarinnar. Það er algjörlega sjálfskapað. Aftur og aftur veður hún fram með mál af ungæðislegri frekju eða eyðileggur önnur með handabakavinnu af þekkingarleysi.

bjarni-sigmundur

Það síðasta er dæmalaust. Fyrir nokkrum vikum samdi hún við lækna um launahækkanir eftir langt verkfall. Komið hefur í ljós að þá gerði hún sér enga grein fyrir því sem öðrum lá í augum uppi, að aðrar heilbrigðisstéttir, sem svo eru kallaðar, færu fram á ámóta samninga. Og það gerðu þær. Stjórnin neitaði, auk þess sem hún þvertók fyrir að verða við kröfum annarra starfsmanna ríkisins sem dirfðust að fara fram á bætt kjör. Starfsmennirnir fóru í verkfall. Stjórnin hótaði verðbólgu. Launamenn létu ekki bugast. Nú í morgun lagði stjórnin svo fram stórkostlega vansmíðað frumvarp til laga um bann við verkföllum. Vegna neyðatástands á sjúkrahúsum, sagði hún. Umræðan dróst á langinn. Settur var á kvöldfundur til þess að ljúka umræðunni og koma lögunum á.

Hvað gerðist þá?

Fótbolti

Margir þingmenn héldu áfram að benda á galla á frumvarpinu og vara við lagasetningu. Forsætisráðherrann og fjármálaráðherra nenntu hins vegar ekki að hlusta á eitthvert þras. Þeir fóru burtu úr þinghúsinu, burt frá umræðunni um ráð við neyðarástandi sem þeir sjálfir eiga mestan þátt í að er viðvarandi. Hvort þeir fóru saman eða í sitt hvoru lagi er óljóst. En vitað er að báðir fóru til sama staðar. Á landsleik Íslands og Tékka (2-1) í Laugardal. Sannarlega mikilsverðan leik. En hvorugur þeirra gat með nokkru móti haft áhrif á úrslit hans. Þetta var leikur sem landsliðið hlaut að vinna eða tapa hvort sem herrarnir voru áfram við vinnu sína eða ekki.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,310