Chelsea
Chelsea (sérheiti) = samsett orð úr fornensku. Líklegasta merkingin er ´kalkbryggja´, ´kalknaust´, í merkingunni lendingarstaður úr kalksteini.
Ef þessi skýring er rétt, er orðið samsett úr cealc=kalk og hyð=lendingarstaður/naust.
Elsta trausta heimildin um orðið er óðalssetrið Chelsea á fyrri hluta 11. aldar, þar sem nú er Kensington og Chelsea hverfið í Lundúnum.
Staðarheitið Chelsea finnst nú um víða veröld.
Kvennafnið Chelsea varð vinsælt á síðustu áratugum 20. aldar, líklega einkum vegna lagsins Chelsea Morning með Joni Mitchell. Það á til dæmis við um frægasta nafnberann, Chelsea Clinton. Einnig má nefna Chelsea Manning, áður Bradley Manning, bandaríska hermanninn sem dæmdur var fyrir að ljóstra upp um athæfi Bandaríkjaher í Írak.
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020