trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 23/10/2015

Byggingarkostnaður er ekki mesti vandinn. Vextirnir eru langstærsta vandamálið á húsnæðismarkaði

Kostnaður við að byggja hús ræður ekki mestu um það hvort ungt fólk getur fengið húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Það gera hins vegar vextirnir.Reykjavík, íbúðir, hús

Þetta er meðal þess sem fram kom í viðtali við Steinþór Kára Kárason, prófessor í arkitektúr, í þættinum Samfélagið í Ríkisútvarpinu í gær.

Hann sagði vandann snúast um kostnaðinn við það að eignast húsnæði.

„Þá er fjármagnskostnaður lykilþáttur og við verðum að byrja þar. Það er tómt mál að tala um lækkun byggingarkostnaðar á meðan við búum við stjarnfræðilega vexti. Nágrannar okkar í Skandinavíu borga kannski tvö prósent vexti á meðan við borgum sjö prósent. Það segir sig sjálft, að þetta gengur ekki upp. Af 25 milljón króna láni í Noregi ertu að borga einhver 80 þúsund, en hérna 140 þúsund, á mánuði. Þetta er vandamálið.“

Hann bætir við: „Þó að við myndum lækka byggingarkostnað um tíu prósent, sem ég tel algerlega óraunhæft og eiginlega út í bláinn, þá þurfum við samt að lækka vextina um tvo þriðju. Þeir eru margfaldir.“

Steinþór segir mögulega hægt að lækka byggingarkostnað með því að „skræla einhverja geymslu af hér og þar, en það er ekki stóra málið.“ Stjórnvöld verði að hugsa um stóra samhengið og þar séu krónuvextirnir stærsti vandinn.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Steinþór hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,484