trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 27/04/2015

Brottför

Eyþór ÁrnasonEftir Eyþór Árnason

Strýk kuldahrollinn af borðinu

sæki rafhlöðurnar

á ofninn í forstofunni

og pakka niður

 

― sakna viðtalsbila úr öðrum víddum

 

Finn hitaþokuna smjúga

yfir þröskuldinn og

grípa fast um ökklann

fölbláu þokuna

sem við spunnum úr

grimmsterkt net í fótboltamörkin

 

Legg svarta frakkann yfir stólbak

opna svaladyrnar, dreg andann og

heyri bergmálið í skiltinu

 

Man að hér eru

allar skotveiðar bannaðar

 

Eyþór Árnason, Norður (Veröld 2015)

Flokkun : Ljóðið
1,503