Belgía
Belgía (sérheiti) = land hinna útbólgnu, þrútnu. Rómverjar kölluðu landið ´Gallia Belgica´ og notuðu „Belgae“ um bandalag þjóðflokka á svæðinu. Stofninn ´belg´ er sá sami og í íslensku orðunum ´belgja sig, bólgna´ og vísaði til þess að Belgar voru sagðir þrútna af reiði og eldmóði í orrustum. Belgar eru sumsé bókstaflega óttalegir belgir.
- Innan við múrvegginn - 15/01/2021
- Fjárhúsið að sumri til og fleiri þankar - 29/12/2020
- Gamall húsgangur - 24/12/2020